UM OKKUR

Impact lögmenn er lögmannsstofa sem varð formlega til árið 2013. Lögmannsstofan veitir alhliða lögfræðiþjónustu til viðskiptavina stofunnar, hvort sem um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki eða opinbera aðila.

Jóhannes S. Ólafsson hrl.

Jóhannes útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands með fyrstu einkunn árið 2008.
Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum árið 2009 en fyrir Landsrétti og Hæstarétti árið 2019.

Jóhannes hefur starfað sem lögmaður hjá Forum lögmönnum frá 2009 til 2013. Á þeim tíma flutti hann yfir 40 dómsmál fyrir héraðsdómstólum landsins og hefur jafnframt fengist við nánast allar tegundir mála sem reynir á í hefðbundinni lögmennsku.

Í október 2013 lagði Jóhannes út í sjálfstæðan atvinnurekstur á sviði lögmennsku og hefur rekið stofuna Impact lögmenn síðan. Hefur stofan verið starfrækt með og án fulltrúa í hluta- eða fullu starfi eftir atvikum. 

Hefur stofan rekið yfir 100 dómsmál fyrir íslenskum dómstólum.

Sérsvið: Kröfuréttur, Gengis- og verðtrygging, Skiptastjórn, Eignaréttur, Samningaréttur, Skaðabótaréttur, Fasteignakauparéttur.