Hvernig tekst okkur


landline
546 2505
impact(hjá)impact.is

Hvernig tekst okkur að takmarka þinn kostnað og áhættu?

Markmið okkar er að viðskiptavinir okkar hafi fyrirfram val um hvernig og hvenær sé greitt fyrir þjónustuna auk þess að allur kostnaður liggi ljós fyrir áður en farið er af stað með verkefni. Þannig er enginn falinn kostnaður og viðskiptavinir okkar þurfa ekki að sæta því frekar en þeir vilja að greiða tímagjald þannig að óljóst sé í upphafi hver lokareikningur fyrir verkið kunni að verða.


Hvernig tekst okkur að takmarka þinn kostnað og áhættu?


Við sækjum um gjafsókn og/eða í málskostnaðartryggingar en slíkar tryggingar eru iðulega inni í venjulegum heimilistryggingum. Meðal annars með þessum hætti er í mörgum tilvikum hægt að takmarka verulega kostnað eða jafnvel þannig í vissum tilvikum að viðskiptavinurinn greiðir lítið eða ekkert fyrir þjónustuna úr eigin vasa. Sem dæmi um málaflokka þar sem þetta er oftast raunin má nefna eftirfarandi:

  •          Gengistryggingarmál (sjá hér)
  •           Umferðarslysamál
  •           Verjendastörf
  •           Meiðyrðamál


Samningur við lögmannsstofuna um takmörkun á áhættu: 
Við bjóðum í vissum tilvikum upp á það að takmarka áhættu viðskiptavinarins enn frekar með þeim hætti að lögmannsstofan tekur þátt í áhættunni ef svo má að orði komast. Hér vinnur lögmaðurinn þá annaðhvort að hluta til eða í vissum tilvikum að öllu leyti á prósentum af þeim árangri sem næst í málinu.

Nýjustu fréttir og fróðleikur

Staðsetning

Skipholt 50d
105 Reykjavík

 

Opnunartími

Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
Sími 546 2505 (Opið er fyrir síma frá kl. 08:00 til 18:00 alla virka daga)