Gengislán.is

Gengislán.is

Um gengislan.is.

Enn í dag bíða þúsundir gengistryggðra lána endurútreiknings hjá íslenskum bönkum og lánastofnunum. Sumar þessara fjármálastofnana þráast við að fara eftir dómafordæmum Hæstaréttar eða telja að ítrekuð dómafordæmi eigi ekki við um sín lánasöfn. Margir lántakendur hafa því beðið í langan tíma eftir úrlausn sinna mála og ekki fengið þá leiðréttingu eða endurgreiðslu sem þeir eiga rétt á.


Þjónustu okkar er ætlað að koma til móts við þennan hóp. Við endurreiknum lánin í samræmi við niðurstöður Hæstaréttar og krefjumst viðurkenningar á stöðu lánsins hjá viðkomandi lánastofnun – eða eftir atvikum fyrir dómi, en lögmannsstofan hefur rekið yfir 100 dómsmál fyrir íslenskum dómstólum og aðstoðað á þriðja hundrað lántaka við að innheimta kröfur sínar vegna gengistryggðra lána undir formerkjum Gengislán.is. Þá hafa dómstólar fallist á kröfur okkar og útreikningsaðferðir og dæmt Lýsingu hf. til að endurgreiða umbjóðendum okkar á grundvelli reglunnar um fullnaðarkvittun, sjá m.a. dóma Hæstaréttar í málum nr.  625/2014 og 626/2014 sem að flutt voru af Impact lögmönnum:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/06/lysing_tapar_i_haestaretti/


Við bjóðum viðskiptavinum að koma með öll nauðsynleg gögn og fá lánið sitt endurreiknað í samræmi við dómafordæmi Hæstaréttar um gildi fullnaðarkvittana gegn viðbótarkröfum lánveitanda eins og reglan hefur verið skýrð í dómum Hæstaréttar í málum nr. 600/2011, 464/2012, 430/2013, 661/2013, 544/2013, 50/2013, 110/2014 og 92/2014.


Þá geta lögfræðingar okkar yfirfarið útreikninga annarra fjármálastofnana og krafist leiðréttingar ef kröfur viðskiptavina okkar eru takmarkaðar af viðkomandi lánastofnun, t.d. telji lánastofnun að
skilyrði fullnaðarkvittana skorti af einhverjum ástæðum.

Markmið þjónustu okkar er að viðskiptavinurinn fái botn í sín lánamál og viti í hvaða krónutölu lán hans réttilega stendur – eða, ef um uppgert lán er að ræða, hvaða fjárhæð hann hefur ofgreitt og á því rétt á að fá endurgreidda.


Framtaksleysi tiltekinna lánastofnana við endurútreikning ólögmætra lána er komið úr hófi fram og löngu tímabært að lánþegar fái skýrar upplýsingar um sín gengislánamál.


Hverjir geta nýtt sér þjónustuna?

Þjónustan hentar bæði einstaklingum og lögaðilum sem eru með, eða hafa verið með, gengistryggð lán hjá íslenskum lánastofnunum.

Í þeim tilvikum sem um er að ræða ólögmæt gengistryggð lán á lántakinn rétt á síðari útreikningi á láni sínu, séu öll skilyrði fyrir beitingu s.k. fullnaðarkvittanareglu til staðar. Lögmenn,  lögfræðingar og aðrir sérfræðingar okkar veita viðskiptavinum okkar ráðgjöf um stöðu þeirra og í kjölfarið aðstoða við innheimtu eða viðurkenningu krafna.


Hvernig á að hefjast handa?

Til þess að fá gróft mat á mögulegri endurkröfu vegna gengistryggðs láns getur lántaki sent okkur með tölvupósti notendanafn og lykilorð sitt inn á heimasvæði sitt hjá viðeiganda lánastofnun þegar það á við (t.d. Lýsing hf., SP-Fjármögnun og Avant) á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Slík forathugun er öllum að kostnaðarlausu.


Í þeim tilvikum þegar gögnin er ekki aðgengileg á slíkum heimasvæðum er hægt að senda afrit lánssamningsins hvert sem formlegt nafn hans kann að vera (t.d lánasamningur, kaupleigusamningur, fjármögnunarleigusamningur, skuldabréf, veðskuldabréf, bílalán, húsnæðislán o.s.frv.) og þær skilmálabreytingar sem gerðar hafa verið, ef svo á við, auk allra þeirra endurútreikninga sem þegar hafa verið framkvæmdir á láninu.

Athugið að öll þessi gögn eiga að vera lánþegum aðgengileg hjá viðkomandi lánastofnun.

Í kjölfarið veita lögmenn og lögfræðingar okkar gróft álit sitt á mögulegri kröfu á hendur viðkomandi lánastofnun þér að kostnaðarlausu.


Hver er kostnaðurinn?

Verðskrá (upphafsgjöld):

·         Einstaklingur með gengistryggðan lánasamning v. bifreiðakaupa: kr. 69.000 auk vsk per lán

·         Einstaklingur með blandaðan lánasamning v. bifreiðakaupa: kr. 79.000 auk vsk per lán

·         Einstaklingur með gengistryggðan lánasamning v. annarra kaupa: kr. 89.000 auk vsk per lán

·         Lögaðili með gengistryggðan lánasamning v. bifreiðakaupa: kr. 79.000 auk vsk per lán

·         Lögaðili með blandaðan lánasamning v. bifreiðakaupa: kr. 89.000 auk vsk per lán

·         Lögaðili með gengistryggðan lánasamning v. annarra kaupa: kr. 99.000 auk vsk per lán

 

Gjaldinu er ætlað að standa undir upphafsaðgerðum, s.s. endurútreikningi lánsins og fruminnheimtu. Að þessu frátöldu þurfa viðskiptavinir ekki að leggja út fyrir frekari kostnaði vegna þjónustunnar nema útlagðan kostnað við þingfestingu málsins hjá héraðsdómi, s.s. þingfestingargjöld (kr. 15.000-30.000) komi til þess að stefna þurfi máli fyrir dóm.

Hugmyndin er sú að bankar og lánastofnanir beri drjúgan hluta af kostnaðinum við málareksturinn, m.a. lögmannskostnað. Er það eðlilegt í ljósi þess að það eru lánastofnanirnar sjálfar sem ábyrgð bera á hinum ólögmætu samningum og í kjölfarið þeim vanda sem lánþegar standa frammi fyrir í dag.

Þá er stefna lögmannsstofunnar að sækja í málskostnaðartryggingar hjá tryggingarfélögum í þeim tilvikum sem það á við. Þessari tryggingu er þá ætlað að standa undir málskostnaði í þeim tilvikum að mál tapast eða ef kostnaður fæst ekki nægilega bættur úr hendi gagnaðila af einhverjum ástæðum. Með þessum hætti er leitast við takmarka áhættu viðskiptavinarins eins og unnt er.

Lögmannsstofan áskilur sér allan rétt til að hafna einstökum samningum ef ekki telst líklegt til árangurs að sækja málið. Í slíkum tilvikum kemur þó til greina að semja sérstaklega um þjónustuna ef viðskiptavinur hefur engu að síður hug á að sækja málið áfram.


Viðtal við lögmann þér að kostnaðarlausu

Panta viðtal

 

Nýjustu fréttir og fróðleikur

Staðsetning

Garðastræti 36 
101 Reykjavík

 

Opnunartími

Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
Sími 546 2505 (Opið er fyrir síma frá kl. 08:00 til 18:00 alla virka daga)