Forsíða


landline
546 2505
impact(hjá)impact.is

box1

Vilt þú takmarka þinn kostnað og áhættu?

Átt þú rétt á gjafsókn? Ertu með tryggingu sem nær til málskostnaðar? Impact lögmenn athuga fyrir þig hvernig hægt er að lágmarka kostnað vegna dómsmála.

Lesa nánar.
gjaldthrot

Gjaldþrot

Impact lögmenn bjóða einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð við að óska eftir gjaldþrotaskiptum á föstu viðráðanlegu verði

Lesa nánar.
mynd3

Ábyrgðir

Impact lögmenn fara yfir ábyrgðir þínar á skuldum annarra og hvort að lánastofnanir hafi farið eftir skyldum sínum

Lesa nánar.

Lýsing tapar í Hæstarétti

Hæstiréttur Íslands kvað í gær upp dóma um áhrif fullnaðarkvittana í tveimur málum sem varða Lýsingu, nr. 625/2014 og 626/2014 og flutt voru af Impact lögmönnum.

Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms í máli Eyjólfs Hannessonar og sneri við dómi héraðsdóms í máli Stefaníu Snorradóttur, en í því máli féllst Hæstiréttur ekki á að vanskil aðila gætu haft áhrif á festu á viðskiptum aðila lýkt og Lýsing hafði haldið fram.

Við óskum þeim Eyjólfi og Stefaníu, og öllum þeim lántökum sem hafa leitað til okkar, til hamingju með dómana.

Nú tekur við uppgjörsferli við Lýsingu. Við munum þurfa að sitja nokkra fundi með lögmönnum Lýsingar og er planið að málin verði gerð upp í nokkrum áföngum, þannig verða mál flokkuð og samið um mál innan sama flokks í einu. Þetta mun óhjákvæmilega taka einhvern tíma og ekki er öruggt að sátt náist í öllum málum, hugsanlega munu einhver þurfa að fara fyrir dóm, en það ætti að vera undantekning.

Á næstu vikum munum við senda hverjum og einum okkar viðskiptavina sérstakan tölvupóst þegar fyrir liggur sáttatillaga í viðkomandi máli osfrv. Við biðjum ykkur því að sýna okkur biðlund á meðan að við gerum allt í okkar valdi til að niðurstaða fáist í öllum málum stofunnar.

f.h Impact lögmanna og gengislan.is,

Jóhannes S. Ólafsson hdl., Einar Örn Sigurðsson hdl. og Daníel Thor Skals Pedersen lögfr.

Nýjustu fréttir og fróðleikur

Staðsetning

Skipholt 50d
105 Reykjavík

 

Opnunartími

Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00
Sími 546 2505 (Opið er fyrir síma frá kl. 08:00 til 18:00 alla virka daga)