ÁREIÐANLEG & TRAUST

LÖGMANNSSTOFA

Okkar sérsvið

Impact lögmenn sinna verkefnum á flestum sviðum lögfræðinnar en helstu sérsvið okkar eru innan fjármunaréttar. Má þar helst nefna samninga- og kröfurétt, skaðabótarétt, fasteignakauparétt, gjaldþrotarétt og málflutning fyrir öllum dómstólum landsins. 

Skaðabótaréttur og fasteignakauparéttur

Impact lögmenn sérhæfa sig í öllu sem viðkemur skaðabótarétti og fasteignakauparétti. Meðal þessa eru hvers kyns skaðabótamál og ágreiningsmál er varða gallaðar fasteignir o.fl. Mikil reynsla er innan stofunnar á þessum sviðum. 


Gjaldþrotaréttur

Impact lögmenn eru sérfræðingar í gjaldþrotarétti og hafa víðtæka reynslu á því sviði. Impact lögmenn geta því aðstoðað við gerð beiðna um gjaldþrotaskipti einstaklinga eða fyrirtækja á föstu verði. Þá sérhæfir stofan sig í skiptum á þrotabúum og öðrum skiptabúum. 

Samninga- og kröfuréttur

Impact lögmenn sérhæfa sig í öllu sem viðkemur samningum, kröfurétti og samningsgerð. Það er eitt af okkar helstu markmiðum að reyna alltaf að klára mál með samningum ef það er mögulegt.